Setningin 19. mars og þema dagsins: „Das wäre super“

Jæja, þar sem eitthvað vantar inn á þetta blogg þá er hér eittvað. Viðskiptafræðin og tæknin hafa verið lögð af velli. Gagnabankaprófið búið og framundan í apríl próf í Kostnaðarfræðum, skipulagningu og byggingarétti. Var undrandihve mörgum fannst svo gaman í byggingarréttinum að það mætti halda að jólin væru kominn. Annars var best þegar kennarinn sagði. “ já og svo megiði ekki fara of djúpt í efnið og ef þið þurfið þess þá er best að fá sér lögfræðing“.

Ananrs er hugmyndin um að kaupa bíl dottinn upp fyrir í bili þar sem lægstu útgjöldin við að kaupa bíl er bílverðið,síðan þarf að borga umhverisskatt sem geturverið allt að 300 Evrur á ári og tryggingar sem eru í kringum 1000 Evrur á ári. Þannig að bíll með skoðun á 500 -1000 Evrur kostar í raun ca. 2300 Evrur. Ef ég þarf bíl þá er best bara að leigja sér einn yfir þann tíma sem maðurþarf hann.

Annars er sólin að koma aftur eftir miklar rigningar og snjókomur. Mjög fínt að rölta um bæinn, serstaklega þessi opnu svæði sem eru hérna út um allt, ef þetta væri a´Ísladi væri ábyggielga búið að malbika þetta, setja ´verslunarmiðstöð eða íbúðarbyggð á þessi svæði. Í sumar verða svo fjölmargir útitónleikar hérna, rokk, klassík o.fl.

Annars er versta vandamálið hjá manni í dag að finna eitthvað til að vera  í á IMWE sem er næstu helgi. Sherlock Holmes þema og maður á að mæta með klæðnað frá .eim tíma í London s.s. frá 1850 til 1900. Hlakka samt til að fara og hitta fleiri ruglaða skáta sem verða á svæðinu.

Nóg af rausi í bili

Auglýsingar

Svona er það víst . . .

Read my VisualDNA Get your own VisualDNA™

Skilaboð dagsins: „Du siehst heute sehr schön aus“

Sem má yfirfæra á íslensku: “ þú ert mjög falleg í dag“ . Hljómar vel á afmælisdeginum hjennar Helgu. Jafnframt er í dag hinn alþjóðlegi kvennadagur, svo til hamingju með daginn allar saman.

Er búinn að vera að fikta í sql síðustu daga, og fer reglulega í hringi. Var kominn með allt upp á PC vélinni þegar skjárinn dó endanlega. Þetta á samt allt eftir komast í lag enda þarf gagnagrunnurinn sem ég ætla að búa til að vera tilbúinn í maí.

Dagatalið í dag segir: “ Heute habe ich Geburtstag“

Alltaf gott að eignast fleiri afmælisdaga, get ég þakkað hjónakornunum í Kaliforníu fyrir þennan glaðning en þau gáfu mér þetta skemmtilega dagatal, takk 🙂

Að öðru leyti er ég orðinn sjóaður í því að skoða skóbúðir síðastliðna daga og fann á endanum skónna sem ég leitaði að. En ætla samt að vera viss um að hinir séu algjörlega búnir áður en ég kaupi þá. Stefnan er sett á gönguferð á sunnudaginn í Frankneska Swiss, en það er svæði ca. 30km hér fyrir utan með klettum og fallegu landslagi. Að sjálfsögðu er labbað að næstu knæpu til ða fá sér að borða en bílnum lagt þónokkuð langt frá henni svo maður labbi upp amk. einn hól. Er því mikil tilhlökkun í mér að komast út í náttúruna og skoða sveitirnar hérna í kring. Meira verður reynt að gera það finnum við bíl við hæfi en ógrynni er til af bílum hérna. Hugmyndin er að kaupa fjölskyldubíl (skutbíl) og ferðast um Evrópu svolítið, og svo sumir geti nú skoðað bílasölur lengra í burtu.

Bílar

Jæja, nú er loksins komið að lokum á einhverri leiðinlegustu bílategund allra Toyota Corolla. Hef keyrt þær nokkrar og engin hefur heillað mig að neinu leyti.

Mikill fögnuður er því hér á mínum bæ yfir þessum góðu fréttum.  Sérstaklega þegar arftakinn heitir Auris sem má skilja á marga vegu t.d. Drulla.

Kveðjur frá Noris

Barnavagnar, tæknilegri en reiðhjólið mitt

Fór í dag og skoðaði barnavagna sem hægt er að breyta i kerrur. Merkilegt hvað þetta eru sniðug tæki. Hægt að fá vagna með 3 hjólum, 4 hjólum jafnstórum og misstórum ásamt tvöföldum hjólum. Svo er það spurninginn fylgir regnþolin yfirbreiðsla með eða ekki o.s.frv.

Skemmtileg lifsreynsla. . .

Franken Karpfen, djúpsteiktur fiskur í heilu lagi, lostæti

Fór í gær og smakkaði Karpfen (Vatnkarfi, Aborri eða hvað þessi fiskur heitir a islensku). Ekki hafði ég skemmtilegar sögur um þennan rétt frá Sonju sem sagði að þetta væri algjörlega óætt og hrikalega vont asamt þvíað líta ekki vel út. Þetta með útlitið er rétt, að fá svona heilan djúpsteiktan fisk á diski ásmt salati á öðrum disk. Úff, púff, en viti menn, þetta bragðaðist bara mjög vel þrátt fyrir mikla vinnu við að borða hann og taka út úr sér öll fiskbeinin.

Mæli því með að smakka þennan rétt.