Langdvölin senn á enda

Jæja, gott fólk.  Senn líður að langdvöl minni í Þýskalandi lýkur.  fer heim á morgun og kem svo hingað bara viku í einu á næstu mánuðum.  Hlakka til að koma heim í veðravítið og finna kuldann nísta inn að beini.  Verð því að vera snöggur og skella í mig síðasta Helles Hefe Weizen.

síðasti kennsludagur

Jæja, þá er kennslu lokið.  Eftir að gera eitt verkefni og svo Mastersverkefnið.  Þarf að finna prófessor í næstu viku og gera verkefnið klárt.

Annars allt gott að frétta héðan úr einmanaleikanum í Þýskalandi, verð nefnilega kominn á klakann 2. okt.


Ein mynd til að halda áfram með viskí umræðuna. Myndin er tekinn af http://www.laphroaig.com. Hvað eru þeir að gera?

Bavarian Wiskey

Gekk fram hjá búð um daginn.  Í glugganum lá þessi flotta flaska með miða sem á stóð.

Bavarian WhiskeyBavarian single malt whiskey

Sem betur fer var búðin lokuð, , ,Kaupi þetta þegar efni leyfa.

Algjört bit, Bitvargur könguló er dauður

Undanfaref ég hef ekki verið að sinna gestum hef ég verið aðvinna að verkefni og því setip lengi fyrir framan tölvuna.  Á þessum tíma hef ég verið bitinn 4 sinnum af einhverju dýri.  Kláðinn alveg að drepa mann í fleiri daga.

Þegar ég sat áðan fyrir framan  tölvuna, læddist sökudólgurinn undan henni, lítil könguló.  Sama hvað hún reyndi að flýja og verja sig, þá fékk hún geisladiskinn „Skótar vit eru“ , sem inniheldur Færeysk skátalög, beint í hausinn.

Núna get ég því haldið áfram án þess að eiga von á biti á næstunni.

p.s. Mæli með þessum geisladiski fyrir þá sem hafa áhuga.

Latari en margur netdagbókarfærari

Langt er nú síðan síðast að inn á þessa netdagbók var skrifað.

Í millitíðinni hefur eftirfarandi gerst:

Jonas og frú komu í heimsókn
Foreldrar og systkini Helgu komu í heimsókn

Eitt próf og fyrirlestur um hreingerningar og mötuneyti

Fórum til Parísar

Próf í hreingerningum og mötuneytm.

Praktikum, loftræsikerfi, samningar og orkusparnaður, viðhaldsstjórnun og FM.

Annars bara búið að vera ágætt hérna, s.s. ekkert merkilegt verið að gerast.

Annars ef einhver þarf að losna við litla sæta bílinn sinn gegn yfirtöku á lánum þá má hann vera í sambandi. Okkur vantar einn slíkan í lok ágúst.

Að öðru leyti langar mig að vera á Jamboree í Englandi en verð víst að láta Svíþjóð 2011 nægja.

Þangað til næst.

Endurkoma til Bavaria

Já, hvað hægt er að plata fólk.  Þegar Guðvarður kom hingað óvænt undir lok apríl og fór með okkur Helgu til Íslands þá tókst Helgu svo vel upp að þegar við gegnum framhjá Haribo Lagersölu þá sagði hún að þetta væri Haribo verksmiðjan hérna í Nurnberg.  Hann trúði því alveg, þó hafi nú ekki verið nema 60 fm.  En Japanir eru nú verri.   Ef þessi frétt  er lesin sést að um  2000 manns keyptu sér puddlehund sem í raun var innflutt lifandi lamb frá Ástralíu.  Hér er kannski kominn leið til að bjarga sauðfjárbúskapnum á Íslandi.

Er annars kominn til Þýskalnds aftur, hef ekkert gert nema læra, fór þó með Radu í bæinn á laugardagskvöldið þar sem við drukkum hvítvín með 2 félögum hans frá Rúmeníu. Er farinn að greina orðaskil í úmensku eftir þetta kvöld.  Fórum svo á Berg Kirchwei í Erlangen í gær, skemmtilegur túr.  Vonandi líður skemmri tími framað næstu færslu. Góðar stundir

Heimsótt lönd


create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

Setningin 19. mars og þema dagsins: „Das wäre super“

Jæja, þar sem eitthvað vantar inn á þetta blogg þá er hér eittvað. Viðskiptafræðin og tæknin hafa verið lögð af velli. Gagnabankaprófið búið og framundan í apríl próf í Kostnaðarfræðum, skipulagningu og byggingarétti. Var undrandihve mörgum fannst svo gaman í byggingarréttinum að það mætti halda að jólin væru kominn. Annars var best þegar kennarinn sagði. “ já og svo megiði ekki fara of djúpt í efnið og ef þið þurfið þess þá er best að fá sér lögfræðing“.

Ananrs er hugmyndin um að kaupa bíl dottinn upp fyrir í bili þar sem lægstu útgjöldin við að kaupa bíl er bílverðið,síðan þarf að borga umhverisskatt sem geturverið allt að 300 Evrur á ári og tryggingar sem eru í kringum 1000 Evrur á ári. Þannig að bíll með skoðun á 500 -1000 Evrur kostar í raun ca. 2300 Evrur. Ef ég þarf bíl þá er best bara að leigja sér einn yfir þann tíma sem maðurþarf hann.

Annars er sólin að koma aftur eftir miklar rigningar og snjókomur. Mjög fínt að rölta um bæinn, serstaklega þessi opnu svæði sem eru hérna út um allt, ef þetta væri a´Ísladi væri ábyggielga búið að malbika þetta, setja ´verslunarmiðstöð eða íbúðarbyggð á þessi svæði. Í sumar verða svo fjölmargir útitónleikar hérna, rokk, klassík o.fl.

Annars er versta vandamálið hjá manni í dag að finna eitthvað til að vera  í á IMWE sem er næstu helgi. Sherlock Holmes þema og maður á að mæta með klæðnað frá .eim tíma í London s.s. frá 1850 til 1900. Hlakka samt til að fara og hitta fleiri ruglaða skáta sem verða á svæðinu.

Nóg af rausi í bili

Svona er það víst . . .

Read my VisualDNA Get your own VisualDNA™

Skilaboð dagsins: „Du siehst heute sehr schön aus“

Sem má yfirfæra á íslensku: “ þú ert mjög falleg í dag“ . Hljómar vel á afmælisdeginum hjennar Helgu. Jafnframt er í dag hinn alþjóðlegi kvennadagur, svo til hamingju með daginn allar saman.

Er búinn að vera að fikta í sql síðustu daga, og fer reglulega í hringi. Var kominn með allt upp á PC vélinni þegar skjárinn dó endanlega. Þetta á samt allt eftir komast í lag enda þarf gagnagrunnurinn sem ég ætla að búa til að vera tilbúinn í maí.